Einfalt gæðakerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara

Verksýn ehf. hefur þróað einfalt gæðakerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara, sem hefur verið vottað af Mannvirkjastofnun. Kerfið er selt tilbúið til skoðunar hjá faggiltri skoðunarstofu, gegn hóflegu gjaldi, kr. 52.500 auk vsk. Afhendingartími frá beiðni er um 2-3 virkir dagar. Einungis er greitt stofngjald, en ekkert áskriftargjald eftir að kerfið hefur verið tekið í notkun.

Frá og með 1. janúar 2015 eiga allir hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar að starfa eftir vottuðu gæðakerfi, skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Gæðakerfið sem við bjóðum uppá er gilt fyrir bæði byggingarstjóra og iðnmeistara. Kerfið er sett upp á einfaldan hátt og byggir á grunnforritum sem tölvunotendur hafa í flestum tilvikum þekkingu á.

Fyrirspurnir má senda á netfangið andri@verksyn.is, en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 517-6300.