Sérhæfð ráðgjöf fyrir viðhald og endurbætur á mannvirkjum

Við sérhæfum okkur á sviði ráðgjafar vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjum, innandyra sem utan. Við höfum einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf með nýframkvæmdum. Við störfum einnig við alla almenna framkvæmdaráðgjöf og hönnun mannvirkja.

Fagþekking

Fagþekking starfsmanna okkar á byggingum er okkur og viðskiptavinum okkar mikilvæg, en flestir okkar starfsmanna hafa bæði menntun og reynslu af störfum sem iðnmeistarar. Sú fagþekking er einn mikilvægasti þátturinn í góðri ráðgjöf fyrir viðskiptavini.

Viðskiptavinir okkar

Viðskiptavinir okkar eru t.d. húsfélög, einstaklingar, fyrirtæki, opinberar stofnanir og fasteignafélög. Markmið okkar er að mæta þörfum viðskiptavina okkar á besta mögulega hátt með nýtingu þeirrar þekkingar sem mannauður okkar býr yfir. Við viljum einnig stuðla að auknum gæðum húsnæðis á Íslandi og safna og miðla af þekkingu okkar um viðhald og endurbætur fasteigna.

Gæðakerfi

Hjá okkur starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af störfum við mannvirkjagerð og við viðhald og endurbætur mannvirkja. Frá stofnun fyrirtækisins árið 2006 hefur starfsmönnum fjölgað jafnt og þétt, í takt við stækkun fyrirtækisins, og samtals eru 22 starfsmenn hjá okkur í dag.

Við störfum eftir vottuðu gæðakerfi skv. ÍST EN ISO 9001 staðlinum.

Gæðamarkmið Verksýnar eru:

 

  • Að gæta ávallt að fagmennsku og beita viðurkenndum aðferðum til að ná hámarksárangri í þjónustu við viðskiptavini og samstarfsaðila.
  • Að sýna lipurð og sanngirni í samskiptum við viðskiptavii, samstarfsaðila og aðra.
  • Að uppfylla skilgreindar þarfir viðskiptavina fyrirtækisins og gæðastefnu þess.
  • Að hafa ætíð yfir að ráða hæfu starfsfólki og leggja áherslu á að styðja frumkvæði þeirra og skapandi hugsun með endurmenntun og öruggu vinnuumhverfi.
  • Að skapa fyrirmyndar aðstöðu og aðbúnað fyrir starfsfólk sitt.
  • Að tryggja gott upplýsingaflæði innan fyrirtækisins.

 

  • Að lágmarka og fyrirbyggja sóun aðfanga, starfskrafta og starfskunnáttu.
  • Að þjálfa starfsfólk og hvetja þau til þess að vinna að og hafa umhverfismál í huga við öll störf. Sér í lagi að taka mið af umhverfisstefnu viðskiptavina og samstarfsaðila.
  • Að við setjum okkur mælanleg markmið og vinna að stöðugum umbótum í umhverfismálum.
  • Að engin slys verði sem valdi neins konar tjóni eða skaða fyrir starfsfólk eða aðra aðila.
  • Að viðhalda þekkingu og gæðastöðlum þar sem allt starfsfólk tekur virkan þátt í að vinna að stöðugum endurbótum.

Einkunnarorð okkar eru: Vel og vandlega.