Sérhæfð ráðgjöf fyrir viðhald og endurbætur á mannvirkjum

Við sérhæfum okkur á sviði ráðgjafar vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjum, innandyra sem utan. Við höfum einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum sem snúa að eftirliti og annarri ráðgjöf með nýframkvæmdum. Við störfum einnig við alla almenna framkvæmdaráðgjöf og hönnun mannvirkja.

Fagþekking

Fagþekking starfsmanna okkar á byggingum er okkur og viðskiptavinum okkar mikilvæg, en flestir okkar starfsmanna hafa bæði menntun og reynslu af störfum sem iðnmeistarar. Sú fagþekking er einn mikilvægasti þátturinn í góðri ráðgjöf fyrir viðskiptavini.

Viðskiptavinir okkar

Viðskiptavinir okkar eru t.d. húsfélög, einstaklingar, fyrirtæki, opinberar stofnanir og fasteignafélög. Markmið okkar er að mæta þörfum viðskiptavina okkar á besta mögulega hátt með nýtingu þeirrar þekkingar sem mannauður okkar býr yfir. Við viljum einnig stuðla að auknum gæðum húsnæðis á Íslandi og safna og miðla af þekkingu okkar um viðhald og endurbætur fasteigna.

Vottuð gæðakerfi

Hjá okkur starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af störfum við mannvirkjagerð og við viðhald og endurbætur mannvirkja. Frá stofnun fyrirtækisins árið 2006 hefur starfsmönnum fjölgað jafnt og þétt og í dag starfa 18 starfsmenn hjá okkur.

Við störfum eftir gæðakerfi sem er vottað af Mannvirkjastofnun.