Teikningar og hönnun

Við finnum lausn sem hentar

Teikningar fyrir hvers kyns breytingar og endurbætur á fasteignum

Við getum aðstoðað!

Við sérhæfum okkur í hönnun og gerð teikninga fyrir hvers kyns breytingar og endurbætur á fasteignum, innandyra sem utan. Helstu verkefni okkar hafa verið gerð aðaluppdrátta, reyndarteikninga, uppmælingar, sérteikningar og önnur almenn hönnunarvinna.

Algeng verkefni í gegnum tíðina hjá okkur hafa t.d. verið hönnun klæðninga, breytingar á þökum, breytingar á nýtingu rýma og ýmislegt fleira.

Verksýn hefur einnig annast hönnun ýmissa bygginga, þ.á.m. fjölbýlishúsa, sumarhúsa og atvinnuhúsnæðis.

Við störfum einnig með reyndum hönnuðum á burðarþols- og lagnasviði.

Breytingar og reyndarteikningar

Við höfum í gegnum árin hannað mikið af breytingum á eldra húsnæði, bæði á einstökum byggingarhlutum og eins stærri breytingar. Við reynum eftir fremsta megni að halda í eldra útlit, eða líkja eftir því, sé nauðsynlegt að ráðast í breytingar á annað borð. Við leggjum metnað í að útfærðar séu vandaðar lausnir sem endast vel, en þar skiptir reynsla okkur af viðhaldsverkefnum miklu máli.

Við höfum einnig unnið talsvert við uppmælingar og reyndarteikningar af eldra húsnæði, t.d. vegna nýrra eignaskiptasamninga eða skráninga.

Klæðningar

Af ýmsum ástæðum getur verið nauðsynlegt að klæða fasteignir, en við það verður í flestum tilvikum til viðhaldslétt veðurkápa og einangrunargildi eykst til muna. Klæðningar geta verið til prýði fyrir eldri hús, sé vandað til við undirbúning þeirra og útfærslu.

Við höfum unnið mikið af verkefnum við hönnun klæðninga á t.d. stærri og minni fjölbýlishúsum og fyrir stofnanir.

Hönnun nýbygginga

Hluti af störfum Verksýnar snýr að hönnun, útboðum og framkvæmdaeftirliti á nýbyggingum. Við hönnun nýframkvæmda  höfum við sömu gildi að leiðarljósi og við viðhaldsframkvæmdir, þ.e. að leita hagkvæmra og skynsamlegra lausna, ekki síst með tilliti til viðhaldsþarfar framtíðarinnar.

Viðbyggingar og breytingar

Síðustu ár höfum við hannað talsvert af stækkunum og breytingum á sumarbústöðum og heilsárshúsum í slíkum byggðum, m.a. fyrir aðila í ferðaþjónustu, ein einnig fyrir einstaklinga. Algengt er að uppi séu óskir um að stækka viðkomandi sumarhús, en við höfum einnig sinnt verkefnum sem snúast um reyndarteikningar af áður unnum breytingum.

Saman finnum við lausn sem hentar

Við erum hópur reynsluríkra sérfræðinga á sviði fasteignaviðhalds