Frískoðun

Viðhald og endurbætur

Eigendum fasteigna stendur til boða frískoðun Verksýnar á ástandi eigna

Við getum aðstoðað!

Við undirbúning framkvæmda er nauðsynlegt að gera þarfagreiningu fyrir viðkomandi fasteign, rétt eins og þörf eigenda vegna nýbygginga er metin. Góður og vandaður undirbúningur framkvæmda skilar sér í betri niðurstöðu fyrir eigendur. Nauðsynlegt umfang skoðana getur þó verið nokkuð misjafnt og er ástæða til að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Meðal þeirra atriða sem hafa áhrif á þessa þörf er t.d. aldur eigna, stærð þeirra, viðhaldssaga og ekki síst þau vandamál sem eru til staðar. Það getur verið erfitt fyrir eigendur að átta sig á þessari þörf.

Eigendum fasteigna stendur til boða frískoðun Verksýnar, þar sem starfsmaður okkar kemur á staðinn og skoðar aðstæður og forsendur málsins, ásamt því að leiðbeina eigendum viðkomandi fasteignar um skynsamleg næstu skref í hverju tilviki fyrir sig. Í framhaldi af frískoðunum getur t.d. verið framkvæmt umfangsmeira mat á ástandi eigna.

Helstu ástæður frískoðana geta t.d. verið vilji fyrir upphafi framkvæmda, lekavandamál, skemmdir eða önnur vandamál sem eigendur standa frammi fyrir.

Frískoðun Verksýnar er framkvæmd eigendum að kostnaðarlausu. Hægt er að senda fyrirspurn um frískoðun á netfangið verksyn@verksyn.is eða hafa samband símleiðis við skrifstofu í síma 517-6300 milli kl. 9 og 16 alla virka daga.

Saman finnum við lausn sem hentar

Við erum hópur reynsluríkra sérfræðinga á sviði fasteignaviðhalds