Hluti af störfum Verksýnar snýr að hönnun, útboðum og framkvæmdaeftirliti á nýbyggingum. Í nýframkvæmdum hefur Verksýn sömu gildi að leiðarljósi og við viðhaldsframkvæmdir, þ.e. að leita hagkvæmra og skynsamlegra lausna, ekki síst með tilliti til viðhaldsþarfar framtíðarinnar.
Sem umsjónar- og eftirlitsaðili nýframkvæmda heldur verkefnastjóri Verksýnar utan um alla þræði á meðan á hönnun og byggingu mannvirkisins stendur og samhæfir störf hina ýmsu hönnuða. Verkefnastjórinn aðstoðar við þarfagreiningu og skilgreiningu þeirra markmiða sem viðskiptavinurinn þarfnast.
Helstu störf umsjónar- og eftirlitsmanns með nýframkvæmdum, sem og viðhaldsframkvæmdum eru eftirfarandi: