Vel útbúin rannsóknastofa til greiningar á sýnum

Verksýn býður upp á vel útbúna rannsóknastofu þar sem líffræðingur framkvæmir greiningar á sýnum sem tekin eru úr mannvirkjum og getur staðfest hvort myglusveppur eða aðrar örverur séu til staðar í viðkomandi byggingarefnum.

Meðal þess sem starfsemin felst í er:

  • Móttaka sýna til greiningar á myglusvepp.
  • Sýnataka á staðnum sé þess óskað.
  • Skýrslugerð vegna greininga.
  • Ráðgjöf um úrbætur vegna mögulegra skemmda eða rakavandamála.
  • Ráðgjöf um varnir gegn meindýrum ásamt greiningum.

Kostnaður við greiningu á sýni ásamt skýrslu er 14.800 án vsk. pr. sýni.

Sýnataka er gjaldfærð skv. tímataxta, kr. 17.510 án vsk. auk aksturskostnaðar. Lágmarkstími vegna sýnatöku er 1 klukkustund.

Tengiliður vegna sýnatöku og greininga:

Jón Már Halldórsson

Líffræðingur M.Sc.

Netfang: jonmar@verksyn.is