Ráðgjöf og hönnun vegna uppbyggingar hleðsluaðstöðu

Núgildandi lög um fjöleignarhús hafa það að markmiði að knýja á um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Vilji einn eigandi að komið verði upp aðstöðu til rafbílahleðslu ber húsfélagi að koma þeirri aðstöðu upp. Lýsi eigandi yfir áhuga sínum á að koma upp hleðslustöð við bílastæði sitt skal framkvæma úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins fyrir hleðslubúnað fyrir rafbíla, til skemmri og lengri tíma litið o.fl.

Stór hluti fasteignaeigenda á landinu mun standa frammi fyrir ákvarðanatöku tengdri rafbílavæðingu á næstunni, en eins og með önnur verkefni tengdum viðhaldi og endurbótum er vandaður undirbúningur ein af forsendum vel heppnaðrar framkvæmdar.

Verksýn býður eigendum fasteigna ráðgjöf við útfærslu, hönnun og val á búnaði. Í því felst eftirfarandi:

 1. Skoðun á aðstæðum á verkstað og samtal við tengilið viðkomandi eignar.
 2. Mat á heimtaug m.t.t. þarfa hússins.
 3. Rökstudd tillaga að hentugri hleðslulausn.
 4. Mat á hvernig staðið skuli að:
  •  Aðgangsstýringu
  • Uppgjöri við notendur.
 5. Forhönnun á tillögum að kerfi með útskýringum á grunni eldri uppdrátta, t.d. raflagnauppdrátta eða grunnmynda.
 6. Kostnaður áætlaður við þær tillögur sem settar eru fram.
 7. Svör við spurningum s.s. vegna tæknilegrar getu, samkeppnissjónarmiða og virkni til framtíðar.

Gefin er út skýrsla um ofangreint sem getur nýst sem grundvöllur að ákvarðanatöku. Verksýn annast einnig gerð verðfyrirspurna ásamt umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna rafbílavæðingar.