Við tökum að okkur umsjón með viðbyggingum og breytingum fasteigna

Við tökum að okkur umsjón með viðbyggingum og breytingum fasteigna og sérhæfum okkur í að þjónusta eigendur með slík verkefni. Dæmi um slík verkefni:

 • Einbýlishús.
 • Fjöleignahús.
 • Verslunar- og þjónustuhúsnæði.
 • Frístundahús.

Ferli viðbygginga og breytinga – frá hugmynd og að lokaúttekt – getur verið flókið og margþætt. Erfitt getur verið að átta sig á kostnaði fyrirfram, en slíkar framkvæmdir geta bætt nýrri vídd við fasteignir og þjónað margvíslegum tilgangi fyrir eigendur.

Okkar helstu störf í þessum verkefnum eru t.d.:

 • Afmörkun verkefna og greining á möguleikum til viðbygginga eða breytinga á upphafsstigum.
 • Deiliskipulagsbreytingar eftir þörfum.
 • Aðaluppdrættir.
 • Burðarþols- og lagnateikningar.
 • Reyndarteikningar.
 • Útboð verkframkvæmda.
 • Byggingarstjórnun.
 • Verkefnastjórnun.

Reynsla okkar af verkefnum við eldri fasteignir nýtist viðskiptavinum okkar vel í þessum verkefnum. Í sumum tilvikum samtvinnast viðbyggingar og breytingaverkefni við viðhalds- og endurbótaverkefni. Við eigum gott samstarf við arkitekta og innanhússhönnuði og fögnum aðkomu þeirra.