Tækniskólinn, Skólavörðuholti
Störf Verksýnar:
- Ástandsskýrsla
- Útboðsgögn og hönnun framkvæmda
- Umsjón og eftirlit með framkvæmdum
Um framkvæmdir árin 2013, 2015 og 2016:
Í fyrstu þremur áföngum endurbótanna hefur verið ráðist í endurbætur á tveimur elstu álmum skólans. Verkin hafa m.a. falist í endurnýjun á læstri þakklæðningu, endurbætur á þakrennum, viðgerðir á múr og steinsteypu hússins, endurnýjanir og viðgerðir á gluggum, málun o.fl.
Um húsið:
Bygginguna hannaði Þór Sandholt, arkitekt, ásamt J. Hitch (fyrri áfangi) og Guðna Magnússyni (seinni áfangi), en Þór Sandholt var einnig skólastjóri Iðnskólans, eins og skólinn var löngum kallaður, á árunum 1953-1979.
Framkvæmdir við að byggja elsta hluta skólans hófust árið 1946 og var uppsteypu elstu álmunnar að mestu lokið á næstu tveimur árum. Kennsla hófst í húsinu árið 1955, en húsið var ekki full klárað fyrr en 19 árum síðar, haustið 1974.