Bókhlöðustígur 7
Störf Verksýnar:
- Ástandsskýrsla
- Útboðsgögn og hönnun framkvæmda í samvinnu við Teiknistofuna Óðinstorgi
- Umsjón og eftirlit með framkvæmdum
Um framkvæmdina árið 2016:
Gagnger endurnýjun á mestum hluta ytra byrðis, þ.á.m. endurnýjun glugga, veggklæðninga, þaks, þakrenna, niðurfallsröra, hurða o.fl.
Um húsið:
Bókhlöðustígur 7 er í dag ein af byggingum Menntaskólans í Reykjavík, en þar gengur húsið undir nafninu „Villa Nova“.
Upphaflegur hönnuður hússins er óþekktur, hugsanlega var það flutt inn af fyrsta þekkta eiganda þess, Þorbirni Jónassyni. Á húsinu voru einnig gerðar endurbætur 1963 og voru þær hannaðar af Magnúsi Konráðssyni. Húsið er nú kjallari, tvær hæðir og ris.
Endurbætur hússins í þessum áfanga fólust í gagngerum endurbótum á mestum hluta ytra byrðis hússins og leitast var við af fremsta megni að viðhalda upprunalegum einkennum hússins. Fara þurfti í talsvert umfangsmiklar viðgerðir á burðarvirki hússins vegna fúaskemmda, bæði á veggjagrind og þaksperrum. Undirklæðning (borðaklæðning) veggja var til þess að gera heilleg en endurnýja þurfi verulegan hluta undirklæðningar þaks.