37732959_2212098715486184_2243412378211319808_n

Veghús 31 er 11 hæða steinsteypt fjölbýlishús með bílakjallara. Það er því hátt og sést víða að. Útveggir hússins eru steinsteyptir og málaðir. Gluggarnir eru ísteyptir trégluggar, málaðir með þekjandi viðarvörn en hurðir eru að hluta úr áli og að hluta úr tré. Þakið er klætt máluðu bárujárni.

Samkvæmt upplýsingum frá fasteignaskrá var lokið við byggingu Veghúsa 31 á árinu 1991 og er húsið því orðið u.þ.b. 27 ára gamalt.

Þetta hús teiknaði Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt. Guðmundur mun hafa lært arkitektúr í Kunstakademiets arkitektskole í Kaupmannahöfn. Hann hefur auk annars teiknað mörg fleiri háhýsi, t.d. við Skúlagötu í Reykjavík og Lund í Kópavogi.

Veghús 31 þykir skemmtilega hannað m.a. að því leyti að hvergi liggja meira en tvær íbúðir saman í því. Þar með eru allar íbúðir hússins búnar gluggum í tvær áttir.

Unnið er að glugga- og múrviðgerðum, auk glerskipta og annars hefðbundins viðhalds á húsinu. Að þessu loknu verður húsið málað.

Aðalverktaki framkvæmdanna er K16 ehf. en Verksýn sá um undirbúning framkvæmdanna og hefur með þeim umsjón og eftirlit.

Heimildir:

archus.is