Störf Verksýnar:
- Ástandsskýrsla
- Útboðsgögn og hönnun framkvæmda
- Gerð aðal- og séruppdrátta vegna klæðningar
- Umsjón og eftirlit með framkvæmdum
Um framkvæmdina árið 2011 og 2016:
Endurnýjun þaks, þakrenna og niðurfallsröra, endurnýjun glugga á austurhlið, álklæðning á hluta austurhliðar, múrviðgerðir og málun.
Um húsið:
Húsið er 4 hæða steinsteypt fjölbýlishús, hannað af Kjartani Sveinssyni, byggingatæknifræðingi, líkt og flest hús þessarar “gerðar” í norðurbæ Hafnarfjarðar. Lokið var við byggingu hússins árið 1969.