Sléttahraun 27-29

178727726_4479620448733988_7642132891776646728_n

Húsið var skv. fasteignaskrá fullbyggt árið 1967 og er það því orðið 54 ára gamalt. Í því eru 28 íbúðir.

Helstu framkvæmdir við húsið fólust í endurnýjun á töluverðum hluta glugga hússins. Austurgafl hússins var einangraður og klæddur með sléttri álklæðningu. Framkvæmdar voru múr- og steypuviðgerðir á húsinu ásamt háþrýstiþvotti og ytra byrði þess síðan málað.

Sléttahraun 27-29 er fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Útveggir þess eru sléttpússaðir, upprunalegir gluggar eru ísteyptir trégluggar og þak hússins er uppstólað bárujárnsþak. Óhætt er að segja að ytra byrði hússins sé einfalt og hefðbundið, líkt og á við um mörg önnur fjölbýlishús sem hönnuð eru af Kjartani. Hann var einn afkastamesti hönnuður bygginga hér á landi. Kjartan útskrifaðist sem byggingartæknifræðingur árið 1955 og í kjölfarið starfaði hann hjá teiknistofu Húsameistara Reykjavíkur. Árið 1961 stofnaði Kjartan eigin teiknistofu, sem hann rak í yfir 40 ár.

Verktaki framkvæmdanna var Armaþing ehf, en Verksýn sá um undirbúning þeirra ásamt umsjón og eftirliti með þeim.

Heimildir:

Fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands

www.visir.is – ”Kjartanshús út um borg og bí” – Höf. Valgerður Jónsdóttir, 12. október 2014.

Andlát; Kjartan Sveinsson, mbl.is 30.9.2014.