Gæðakerfi, skilmálar

Gæðakerfi Verksýnar útgáfa 2.1.

Gildissvið

Um gæðakerfið

Gæðakerfið er skoðað af faggildri skoðunarstofu sem er vottaður skoðunaraðili fyrir hönd HMS á gæðakerfi byggingastjóra og iðnmeistara. Gæðakerfið er verkefnismiðað og haldið er utan um hvert verkefni fyrir sig í rafrænni skrá, en einnig er hægt að byggja upp kerfi á ,,pappírsformi”. Til notkunar á kerfinu þarf viðskiptavinur að hafa aðgang og kunnáttu á algengustu tölvuforrit, sbr. Word, Excel, Myndaforrit og netvafra.

Gæðakerfið er selt í staðlaðri mynd. Allar breytingar frá staðlaðri útgáfu eru á ábyrgð kaupanda kerfisins.

Leiðbeningar fyrir notkun

Sækja skal um skráningu gæðastjórnunarkerfis í gegnum ,,Mínar síður” á vef HMS. Einnig þarf að senda þangað inn undirritaða skoðunarskýrslu um niðurstöðu faggildrar skoðunarstofu á PDF formi til HMS.

Verkefnisskrá er búin til með því að afrita ,,Verk 1” fremst í möppukerfinu og nefna það eftir kennileiti verkefnisins. Mælt er með því að kennileitið sé heimilisfang viðkomandi verkefnis og að verkefni séu síðan vistuð í stafrófsröð. Setja skal nafn fyrirtækisins inn í öll skjöl sem gæðakerfið inniheldur.

Skilmálar

Með kaupum á gæðakerfinu samþykkir viðskiptavinur þá skilmála er um kerfið gilda. Hvert gæðakerfi er gefið út á kennitölu, sem er sýnileg á þeim skjölum sem kerfið inniheldur, ásamt raðnúmeri kerfisins. Gæðakerfin eru ætluð til notkunar eingöngu fyrir viðskiptavini. Viðskiptavinum er með öllu óheimilt að fjölfalda kerfið eða á nokkurn hátt dreifa því til þriðja aðila. Verði viðskiptavinir uppvísir að fjölföldun kerfisins áskilur Verksýn ehf. sér allan rétt til viðeigandi aðgerða, þ.á.m. innheimtu gjalds fyrir notkun gæðakerfisins hjá þriðja aðila. Frá því að viðskiptavinur fær kerfið í hendurnar er ekki innifalin í verði kerfisins frekari aðstoð, uppfærsla eða uppsetning til samþykktar fyrir notkun gæðakerfisins, t.d. vegna úttekta á vegum HMS eða skoðunarstofa.