Nýframkvæmdir

Vel og vandlega

Hönnun, útboð og framkvæmdaeftirlit á nýbyggingum

Við getum aðstoðað!

Hluti af störfum Verksýnar snýr að hönnun, útboðum og framkvæmdaeftirliti á nýbyggingum. Í nýframkvæmdum hefur Verksýn sömu gildi að leiðarljósi og við viðhaldsframkvæmdir, þ.e. að leita hagkvæmra og skynsamlegra lausna, ekki síst með tilliti til viðhaldsþarfar framtíðarinnar.

Sem umsjónar- og eftirlitsaðili nýframkvæmda heldur verkefnastjóri Verksýnar utan um alla þræði á meðan á hönnun og byggingu mannvirkisins stendur og samhæfir störf hina ýmsu hönnuða. Verkefnastjórinn aðstoðar við þarfagreiningu og skilgreiningu þeirra markmiða sem viðskiptavinurinn þarfnast.

Helstu störf umsjónar- og eftirlitsmanns með nýframkvæmdum, sem og viðhaldsframkvæmdum eru eftirfarandi:

 • Yfirferð teikninga, rýning og samræming.
 • Farið er yfir að ábyrgir meistarar séu skráðir á viðeigandi verkliði.
 • Yfirferð trygginga verktaka.
 • Gerð verksamninga.
 • Yfirferð verksins með verktaka og ábyrgum meisturum í byrjun þess.
 • Yfirfara tæknilegar upplýsingar yfir þau efni sem verktaki hyggst nota við verkið.
 • Yfirfara verkáætlun verktaka, samræma hana og samþykkja.
 • Yfirferð fyrirliggjandi verkþátta með verktaka og úrlausn óvissuatriða.
 • Eftirlit með að framgangur framkvæmda sé samkvæmt áætlun.
 • Yfirfara og samþykkja dagsskýrslur.
 • Eftirlit með vinnubrögðum og umgengni á vinnustað allt að fimm sinnum í viku.
 • Umsjón með að verklýsingum og útboðsgögnum sé fylgt.
 • Stjórn vikulegra verkfunda með verktaka og fulltrúa (fulltrúum) verkkaupa.
 • Ritun fundargerða á verkfundum og frágangur og fjölföldun þeirra eftir fundi. Sent með tölvupósti ef óskað er.
 • Yfirferð reikninga frá verktaka og samanburður við samþykktar magntölur ásamt sannreyningu á umfangi.
 • Umsjón með hlutaúttektum og lokaúttekt, og ritun úttektaryfirlýsinga.
 • Önnur dagleg umsýsla og umsjón með framkvæmdum, sem fulltrúi verkkaupa.

Saman finnum við lausn sem hentar

Við erum hópur reynsluríkra sérfræðinga á sviði fasteignaviðhalds