útboð

Viðhald og endurbætur

Útboðsgagnagerð og framkvæmd útboða

Við getum aðstoðað!

Hafi eigendur tekið ákvörðun um framkvæmdir fer fram útboð. Við stöndum að fjölda útboða á hverju ári og búum yfir sérfræðiþekkingu og mikilli reynslu af útboðsgagnagerð og framkvæmd útboða.

Útboðsgögn eru grundvöllur verklegrar framkvæmdar og verksamnings. Í útboðsgögnum eru settir fram skilmálar um viðkomandi framkvæmd. Útboðsgögn eru unnin á grundvelli ástandsskýrslu og kostnaðaráætlunar þegar um viðhaldsframkvæmdir er að ræða. Í útboðsgögnum eru settir fram skilmálar verkefnis, s.s. upplýsingar um umfang, kröfur til verktaka, verktryggingar o.fl.

Í verklýsingum er öllum verkþáttum lýst. Sagt er til um hvernig verkið skuli unnið, hvaða efni skuli notuð og hvernig hver verkþáttur er mældur. Verksýn ehf býr yfir viðamiklum verklýsingabanka sem tekur til flestra þátta viðgerða- og viðhaldslýsinga.

Útboð eru ýmist opin eða lokuð. Opin útboð eru auglýst og hverjum sem er heimilt að gera tilboð. Þó er þess krafist að löggiltir iðnmeistarar undirriti tilboð. Þegar útboð eru lokuð er aðeins aðilum boðið að taka þátt í útboði. Þá er leitað til þeirra verktaka sem góð reynsla hefur fengist af og þeim gefinn kostur á að gefa tilboð í viðkomandi framkvæmd á grundvelli útboðsgagnanna.

Saman finnum við lausn sem hentar

Við erum hópur reynsluríkra sérfræðinga á sviði fasteignaviðhalds