Umsjón og eftirlit

Viðhald og endurbætur

Umsjón og eftirlit með framkvæmdum

Við getum aðstoðað!

Umsjón og eftirlit með viðhaldsframkvæmdum og nýbyggingum er ein af meginstoðum í rekstri fyrirtækisins. Verksýn ehf. leggur áherslu á að hafa gott skipulag og reglu á eftirlits- og umsjónarhlutverki sínu. Unnið er eftir gæðakerfi sem fyrirtækið hefur þróað með sér og uppfært. Lögð er áhersla á að hafa góða samvinnu við verkkaupa, en umsjónar- og eftirlitsmaður vinnur í umboði verkkaupa sem hans fulltrúi og ráðgjafi í verklegum framkvæmdum. Hlutverk eftirlitsmannsins er m.a. að veita verktaka nauðsynlegt aðhald við verklega framkvæmd og dagleg umsýsla um viðkomandi framkvæmd.

Helstu atriði sem innifalin eru í umsjónar- og eftirliti Verksýnar eru þessi:

 • Farið er yfir að ábyrgir meistarar séu skráðir á viðeigandi verkliði.
 • Farið yfir allar tryggingar verktaka.
 • Gerð verksamninga.
 • Rýnifundir og undirbúningur verks ásamt fulltrúum verktaka.
 • Yfirfara tæknilegar upplýsingar yfir þau efni sem verktaki hyggst nota við verkið og samþykkja eða synja þeim.
 • Yfirfara verkáætlun verktaka, samræma hana og samþykkja.
 • Gerð greiðsluáætlana.
 • Ferðir á verkstað 3 – 6 sinnum í viku, til að sjá um að fylgt sé verklýsingum og útboðsgögnum.
 • Yfirferð fyrirliggjandi verkþátta með verktaka og úrlausn óvissuatriða.
 • Tæknileg ráðgjöf við úrvinnslu framkvæmdar.
 • Mælingar á magntölum og eftirlit með umfangi framkvæmda.
 • Eftirlit með framgangi framkvæmda.
 • Yfirferð dagsskýrslna.
 • Eftirlit með umgengni á vinnustað.
 • Stjórn verkfunda með verktaka og fulltrúa (fulltrúum) verkkaupa á einnar til tveggja vikna fresti.
 • Ritun fundargerða á verkfundum og frágangur og fjölföldun þeirra eftir fundi.
 • Yfirferð reikninga frá verktaka og samanburður við magntölur.
 • Sinna öllum ábendingum og spurningum frá fulltrúum verkkaupa og verktaka.
 • Umsjón með hlutaúttektum og lokaúttekt, og ritun úttektaryfirlýsinga.
 • Samskipti við byggingaryfirvöld og hönnuði.

Saman finnum við lausn sem hentar

Við erum hópur reynsluríkra sérfræðinga á sviði fasteignaviðhalds