innivist

Viðhald og endurbætur

innivist

Við getum aðstoðað!

Rakaskimun og rakamælingar

Rakaskemmdir í húsnæði eru algengar og mikilvægt er að bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Fyrsta skref í viðbrögðum er að greina tilvist rakans, meta umfang og að skoða mögulega upprunastaði hans. Við höfum áratuga reynslu af rakaskimun og rakamælingum.

Loftgæðamælingar

Gæði innilofts hafa mikil áhrif á notendur húsnæðis. Við verjum miklum hluta lífs okkar innanhúss og okkar líðan og afköst í leik og starfi eru undir áhrifum frá loftgæðum. Hækkuð gildi CO2 í innilofti og óæskilegt raka- eða hitastig eru meðal vandamála sem koma iðulega upp í húsnæði. Við framkvæmum loftgæðamælingar til skoðunar og greiningar á gæðum innilofts.

Sýnataka og greining á myglusveppum

Við önnumst sýnatöku vegna myglusveppa. Við höfum vel útbúna rannsóknastofu sem framkvæmir greiningar á sýnum og skilar niðurstöðum með greinargóðum hætti til viðskiptavina.

Starfsemin felst t.d. í:

  • Móttaka sýna til greiningar á myglusvepp.
  • Sýnataka á staðnum sé þess óskað.
  • Skýrslugerð vegna greininga.
  • Ráðgjöf um úrbætur vegna mögulegra skemmda eða rakavandamála.

Sýnataka er gjaldfærð miðað við tímagjald skv. gjaldskrá auk aksturskostnaðar. Lágmarkstími vegna sýnatöku er 1 klukkustund. Einnig er greitt einingarverð fyrir greiningu á sýnum.

Sendu okkur verkbeiðni í gegnum hnappinn hér fyrir neðan og við verðum í sambandi.

Saman finnum við lausn sem hentar

Við erum hópur reynsluríkra sérfræðinga á sviði fasteignaviðhalds