Þegar undirbúningur framkvæmda hefst er nauðsynlegt að gera ástandsgreiningu á fasteigninni – að greina eðli og umfang nauðsynlegs viðhalds og endurbóta og í framhaldinu að áætla kostnað vegna þess.
Við leggjum áherslu á vandaðan undirbúning og ítarlegar skoðanir. Skemmdir eru skoðaðar og skráðar fyrir síðari áætlanagerð, í samvinnu við notendur eigna og eigendur. Við skoðun er grunnurinn lagður að ákvarðanatöku um framkvæmdir.
Að lokinni greiningu skv. ofangreindu eru settar fram heildstæðar framkvæmdatillögur. Mikilvægt er að slíkar tillögur séu vel ígrundaðar og að þær mæti þörfum viðkomandi eignar. Þá er mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim aðferðum sem beitt var við byggingu viðkomandi eignar og að lausnir taki mið af því. Með þessu varðveitast eldri hönnun og aðferðir við gerð bygginga. Við endurbætur gefast einnig tækifæri til að nýta framþróun og nýjustu byggingartækni til að endurbæta eldri aðferðir.
Hefðbundin ástandsgreining felur í sér:
Áður en ráðist er í gerð ástandsskýrslu býður Verksýn upp á frískoðun, þar sem starfsmaður Verksýnar kemur á staðinn og skoðar aðstæður, viðskiptavininum að kostnaðarlausu. Í framhaldi leiðbeinum við með skynsamleg næstu skref.