14242410_1426067930755937_5666175382387499268_o

Húsið er hefðbundið steinsteypt fjölbýlishús með 18 íbúðum í 3 stigagöngum. Lokið var við byggingu hússins árið 1994 skv. fasteignaskrá og er það því orðið um 22 ára gamalt.

Húsið er að segja má einfalt og hefðbundið og í takt við mörg önnur hús á svæðinu. Útveggir eru „pokapússaðir“ og málaðir í 2 litum, en fjölbreytt litaval setur nokkurn svip á byggðina í nágrenninu. Gluggar eru hefðbundnir, ísteyptir trégluggar og þak er stólað upp á steinsteyptri plötu.

Framkvæmdirnar nú snúa að viðhaldi og endurbótum á flestum hlutum ytra byrðis hússins. Þ.á.m. eru viðgerðir á múr og steinsteypu veggja og svala, viðgerðum á gluggum og að lokum málun á þessum byggingarhlutum og þaki hússins.

Aðalverktaki við framkvæmdina er Vid ehf. Verksýn sá um undirbúning framkvæmdanna, sem fólst í ástandsskoðun og gerð ástandslýsingar ásamt útboði á framkvæmdum. Við höfum einnig umsjón og eftirlit með framkvæmdum en áætlað er að þeim ljúki nú í haust.