Fálkagata 17-21

18768598_1723412251021502_222195679882441838_o

Húsið er hefðbundið staðsteypt fjölbýlishús með 25 íbúðum, í þremur stigagöngum. Húsið var skv. fasteignaskrá byggt á árunum 1963-64 og er það því 53-54 ára gamalt í ár. Húsið hannaði Kjartan Sveinsson, byggingatæknifræðingur.

Fálkagata 17-21 var snemma kennd við Hollywood, en það mun hafa komið til vegna þess að fjöldi leikara og listamanna áttu heima í húsinu. Þeirra á meðal voru Gunnar Eyjólfsson leikari og kona hans Katrín Arason, hjónin Jón Sigurbjörnsson og Þóra Friðriksdóttir, Helga Bachman og Helgi Skúlason. Þá átti Gunnlaugur Scheving íbúð í húsinu um tíma, sem og Halldór Laxness.

Framkvæmdir hófust á verkstað í byrjun apríl en undirbúningur framkvæmda hófst sumarið 2016. Því gafst góður tími til undirbúnings verksins og gengið var frá verksamningi í janúar.

Helstu atriði þessara framkvæmda eru endurnýjun stofuglugga á suðurhlið hússins auk þess að endurnýja hluta glugga á norðurhlið hússins, sem snýr að Fálkagötu. Þá verður málað og farið í múrviðgerðir kringum endurnýjaða glugga. Einnig verður gert við þök.

Verktaki við framkvæmdirnar er Þaktækni ehf, og áætlað er að framkvæmdum ljúki í haust. Við hjá Verksýn önnuðumst allan undirbúning framkvæmdanna og höfum með þeim umsjón og eftirlit.

Heimildir:

„Gatan mín Fálkagata í Reykjavík: Prentarinn í Hollywood“ – Viðtal við Baldvin Ársælsson, prentara og rithöfund.

http://www.mbl.is/…/gatan_min_falkagata_i_reykjavik…/