Engjasel 85-87

21083153_1820351664660893_2137802506454515779_o

Húsið er steinsteypt fjölbýlishús með átján íbúðum á samtals sex hæðum, að meðtöldum kjallara og risi. Húsið var skv. fasteignaskrá byggt árið 1978 og var það því í byggingu fyrir um 40 árum síðan. Útveggir hússins eru steinsteyptir og húsið er með nokkuð bröttu einhalla þaki, eins og algengt er í seljahverfinu. Húsið hannaði Karl Eric Rocksen arkitekt.

Helstu þættir framkvæmdanna við húsið eru háþrýstiþvottur og múrviðgerðir, endurnýjanir og viðgerðir á gluggum hússins og svo málun á veggjum, gluggum o.fl. Aðalverktaki við framkvæmdirnar er Vilhjálmur Húnfjörð ehf.

Framkvæmdirnar voru boðnar út í október 2016 og mun þeim ljúka snemma nú á haustmánuðum. Undirbúningur þeirra hófst með ástandsskoðun og gerð ástandsskýrslu, en við hjá Verksýn undirbjuggum framkvæmdirnar og höfum með þeim umsjón og eftirlit.