Bræðraborgarstígur 13

13717373_1385079308188133_8735713707026234167_o

Bræðraborgarstígur 13 og Bárugata 37, húsið stendur á horni þessara gatna, en það er einnig sambyggt Bræðraborgarstíg 15. Húsið er 5 hæða steinsteypt fjölbýlishús, hannað af Gunnlaugi Pálssyni arkitekt. Lokið var við byggingu húsanna á árunum 1955 og 1956.

Gunnlaugur Pálsson nam arkitektúr í Kaupmannahöfn og lauk þar námi árið 1944. Áður hafði hann lokið námi sem byggingameistari. Af öðrum húsum sem Gunnlaugur Pálsson hannaði má nefna Austurbæjarbíó (ásamt Herði Bjarnasyni og Ágústi Steingrímssyni arkitektum), Hagamel 38-40, Sólvallagöta 45, Hamarsgöta 8 (Seltjarnarnesi) og fjölda húsa í smáíbúðahverfinu svokallaða, t.d. í Heiðargerði og Hvammsgerði.

Gunnlaugur Pálsson tilheyrði kynslóð arkitekta sem aðhylltist hugmyndafræði funksjónalisma og bera húsin við Bræðraborgarstíg 13 -15 og Bárugata 37 þess glögg merki, m.a. á stærðum glugga í íverurýmum og áherslu á góð birtuskilyrði í íbúðum.

Þessi áfangi framkvæmda er margþættur, enda í mörg horn að líta í húsum sem þessum. Þær fela í sér m.a. endurnýjun á stórum hluta glugga, viðgerðir á múr- og steinsteypu, málun tréverks og endurbætur og viðgerðir á þaki. Einnig voru settar jarðvatnslagnir (dren) garðmegin við húsið og farið verður í talsverðar framkvæmdir á lóð. Framkvæmdir hófust síðsumars 2015 og mun þeim ljúka nú í sumar.

Aðalverktaki við framkvæmdina er K16 ehf. Verksýn sá um undirbúning framkvæmdanna og við höfum einnig með þeim umsjón og eftirlit.

Heimildir:

Páll V. Bjarnason og Helga Maureen Gylfadóttir, 2002, Húsakönnun – Heiðargerði – Hvammsgerði, Reykjavík, Árbæjarsafn, Skýrslur Árbæjarsafns 95.

Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Bragi Bergsson, 2009, Húsakönnun – Hagamelur – Hofsvallagata – Hringbraut – Furumelur, Reykjavík, Minjasafn Reykjavíkur, Skýrsla nr. 149

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3576875&lang=i