Bólstaðarhlíð 58-62

bolstadarhlid

Störf Verksýnar:

  • Ástandsskýrsla
  • Útboðsgögn og hönnun framkvæmda
  • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum

Um framkvæmdina árið 2016:

Húsið var háþrýstiþvegið, gert við múrskemmdir, kanta o.fl. og húsið málað. Gluggar voru endurnýjaðir að stærstum hluta á austurhlið og valið að nota álklædda tréglugga í stað upphaflegra tréglugga. Ákveðið var að þessu sinni að mála húsið í gulum, bláum og hvítum lit.

Um húsið:

Húsið er 5 hæða hefðbundið steinsteypt og múrhúðað fjölbýlishús og að segja má mjög í takt við byggingarstílinn á austanverðu Rauðarárholti á þessum tíma. Útveggir eru sléttmúraðir og málaðir. Upprunalegir gluggar eru hefðbundnir trégluggar, málaðir með þekjandi viðarvörn. Hurðir eru flestar hefðbundnar tréhurðir, málaðar með þekjandi viðarvörn en aðalinngangar eru úr harðviði. Frontar svalahandriða eru steyptir, með hliðum og handlistum úr ryðvörðu og máluðu stáli.

Húsið var hannað af Kjartani Sveinssyni byggingartæknifræðingi og byggt, skv. fasteignaskrá, árið 1963.