Bólstaðarhlíð 40-44

22007747_1855396327823093_2179779611155911889_n

Húsið var byggt af Byggingarfélagi verkamanna og hannað á skrifstofu Húsameistara ríkisins af Bárði Ísleifssyni arkitekt, Tómasi Vigfússyni og Björgvini R. Hjálmarssyni. Samkvæmt upplýsingum í fasteignaskrá var lokið við byggingu þess árið 1965 og er það því um 52 ára gamalt.

Húsið er 5 hæða, steinsteypt fjölbýlishús, þar sem kjallari er að hálfu leyti niðurgrafinn. Yfirstandandi framkvæmdir hafa verið í gangi frá byrjun árs 2017, en undirbúningur þeirra fór fram árið 2016. Skipt var um mestan hluta glugga á austurhlið hússins og voru settir í ál/trégluggar í stað upprunalegra ísteyptra tréglugga á þeirri hlið. Gert var við aðra glugga hússins, í bland við endurnýjun, auk þess sem öll svalahandrið voru endurnýjuð og hækkuð til samræmis við núgildandi byggingarreglugerð. Húsið verður síðan málað að lokinni sílanböðun og nokkuð umfangsmiklum múr- og steypuviðgerðum.

Aðalverktaki við framkvæmdirnar er Stjörnumálun ehf. en Verksýn sá um undirbúning og hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdunum.

Heimildir:

Fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1094481 (Tíminn, sunnudaginn 5. júlí 1964)