Húsið er fjögurra hæða fjölbýlishús með samtals 20 íbúðum í tveimur stigagöngum. Húsið hannaði Kjartan Sveinsson, byggingatæknifræðingur, en hann er einnig hönnuður að tveimur öðrum fjölbýlishúsum í sömu húsaröð.
Framkvæmdirnar sem nú standa yfir fela m.a. í sér endurnýjun á öllum gluggum hússins á austurhlið og hluta glugga á vesturhlið, viðgerðir á öðrum gluggum, minni háttar múrviðgerðir á útveggjum og málun á tréverki, þ.e. gluggakörmum, hurðakörmum, þakkanti o.fl.
Áður var farið í utanhússframkvæmdir við húsið árið 2009, en þær fólu m.a. í sér klæðningu á austurgafli þess með sléttri álklæðningu, endurnýjun á gluggum þeirrar hliðar, málun útveggja og tréverks og umtalsverðar viðgerðir á múr og steinsteypu hússins.
Aðalverktaki framkvæmdanna sem nú standa yfir er K16 ehf. en Verksýn sá um undirbúning framkvæmdanna og hafði með þeim umsjón og eftirlit.