Viðhald og endurnýjun fasteigna er mikilvægt hagsmunamál eigenda þeirra og notenda. Sé ástand fasteigna slæmt eða notagildi þeirra ekki hentugt, hefur það áhrif verðmæti þeirra, ásýnd og fleiri mikilvæg atriði. Það er því mikilvægt fyrir hlutaðeigandi hagsmunaaðila að fasteignum sé vel við haldið og að þær þjóni tilætluðu hlutverki sínu vel og á réttan hátt.
Þegar ráðast á í viðhaldsframkvæmdir hjá fyrirtækjum, húsfélögum eða öðrum eigendum fasteigna vakna margar spurningar, t.d. þessar:
Hvert er umfang verkefnisins sem ráðast þarf í?
Verksýn þjónustar viðskiptavini sína á öllum stigum framkvæmda við viðhald og endurnýjun á fasteignum.
Á Íslandi er framkvæmdatími sumarsins stuttur. Því er mikilvægt að skipulagning verka sé góð og að reynt sé að nýta vetrarmánuðina eins og kostur er, ekki síst til undirbúnings. Á vorin fer oft af stað skriða af óskum um viðhaldsframkvæmdir. Þá fer í hönd mikil vinna við fundahöld, tímafrekar ákvarðanatökur, gerð útboðsgagna og öflun tilboða. Þegar því er lokið er fyrst er hægt að semja við verktaka. Þetta styttir framkvæmdatíma sumarsins enn frekar. Áhrifaríkast er að skipuleggja viðhaldsframkvæmdir með góðum fyrirvara. Með vönduðum undirbúningi má tryggja hagkvæmni og gæði fyrir eigendur viðkomandi fasteignar.
Samkvæmt rannsóknum á ástandi mannvirkja og viðhaldsþörf má reikna með því að árlega þurfi að verja um 1-2% af verðmæti fasteignar í viðhald hennar.