SÉRHÆFÐ RÁÐGJÖF VEGNA VIÐHALDS OG ENDURBÓTA Á MANNVIRKJUM.

Raki og mygla

Verksýn býður upp á vel útbúna rannsóknastofu þar sem líffræðingur framkvæmir greiningar á sýnum sem tekin eru úr mannvirkjum og getur staðfest hvort myglusveppur eða aðrar örverur séu til staðar í viðkomandi byggingarefnum.

Verksýn býður upp á að sérfræðingur af stofunni komi á staðinn og taki sýni. Einnig er tekið á móti sýnum á stofunni og framkvæmdar greiningar á þeim. Niðurstöður eru svo sendar til viðkomandi viðskiptavinar.

Fyrirspurnir vegna raka og myglu má senda á netfangið jonmar@verksyn.is.