gæðakerfi

Verksýn hefur þróað einfalt gæðakerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara, sem hefur verið vottað af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Gæðakerfin eru tilbúin til skoðunar hjá faggiltri skoðunarstofu, gegn hóflegu gjaldi, kr. 64.500 auk vsk. Afhendingartími til skoðunarstofu er um 2-3 virkir dagar. Einungis er greitt stofngjald, en ekkert áskriftargjald eftir að kerfið hefur verið tekið í notkun. Gæðakerfin eru send til skoðunarstofu, en skoðunargjöld eru ekki innifalin í greiðslu fyrir gæðakerfi.

Allir byggingarstjórar og iðnmeistarar eiga að starfa eftir vottuðu gæðakerfi, skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Gæðakerfið sem við bjóðum uppá er gilt fyrir bæði byggingarstjóra og iðnmeistara. Kerfið er sett upp á einfaldan hátt og byggir á grunnforritum sem tölvunotendur hafa í flestum tilvikum þekkingu á.

Einnig er hægt að panta Gæðakerfi með viðbótum fyrir rafvirkjameistara (Öryggisstjórnarkerfi rafvirkjameistara), pípulagnameistara (slökkvi- og úðakerfa) og hönnuði.

Fyrirspurnir má senda á netfangið verksyn@verksyn.is, en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 517-6300.

Hér getur þú pantað og greitt gæðakerfi

 Afgreiðslutími gæðakerfa til skoðunarstofu er að jafnaði 2 virkir dagar. Einnig er velkomið að hafa samband við skrifstofu á milli kl. 8:30 og 16 alla virka daga. Verð fyrir gæðakerfi er kr. 64.500 + vsk. eða 79.980 kr. með vsk. Gæðakerfi með viðbótum kostar kr. 79.500 + vsk eða 98.580 með vsk. Gæðakerfin eru send til skoðunarstofu, en skoðunargjöld eru ekki innifalin í greiðslu fyrir gæðakerfi.  

.